Innlent

Barn flutt með þyrlu eftir hestaslys

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Einn er talinn slasaður eftir alvarlegt hestaslys í Árnessýslu.
Einn er talinn slasaður eftir alvarlegt hestaslys í Árnessýslu. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag kölluð út vegna hestaslyss í uppsveitum Árnessýslu, sem þótti þá vera alvarlegt. Barn hafði þar lent í slysi.

Betur fór þó en á horfðist og er nú talið að áverkar barnsins hafi verið minniháttar. Það var þó flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Slysið varð í Bláskógabyggð og brugðust lögregla og sjúkralið við til aðstoðar. 

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×