Erlent

Fimm úr skíðahópnum fundnir látnir

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hið fræga Matterhorn er í Zermatt en leiðin sem fólkið ætlaði, frá Zermatt til Arolla, er aðeins fyrir vant skíðafólk. Vont veður virðist hafa komið fólkinu að óvörum.
Hið fræga Matterhorn er í Zermatt en leiðin sem fólkið ætlaði, frá Zermatt til Arolla, er aðeins fyrir vant skíðafólk. Vont veður virðist hafa komið fólkinu að óvörum. Getty

Fimm skíðamenn sem leitað var að í Sviss í gær hafa fundist látnir. Sjötta mannsins er enn saknað. Fólkið var á aldrinum 21 til 58 ára og fimm tilheyrðu sömu fjölskyldunni.

Vísir greindi frá málinu í gærkvöldi en BBC greindi frá því að hópurinn hefði haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að Arolla. Ekkert hafði hins vegar spurst til hópsins þegar leit var hrundið af stað.

Líkin fimm fundust á svæðinu þar sem síðast spurðist til fólksins, við fjallið Tête Blanche.

Svo virðist sem vont veður og mikil snjókoma hafi átt þátt í því að fólkið lést. Að sögn lögreglu hefur veðrið hamlað björgunaraðgerðum og meðal annars ómögulegt að fljúga þyrlum á svæðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×