Innlent

Byggð á höfuð­borgar­svæðinu, Reykjanesskaginn og kjara­málin

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og Hlökk Theodórsdóttir, skipulagsfræðingur, ætla að velta fyrir sér framtíðarmynstri byggðarinnar í kringum höfuðborgarsvæðið á Sprengisandi. Staðan á Reykjanesskaganum og á vinnumarkaði koma einnig við sögu.

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, Gunnar Axel Axelsson, sveitarstjóri í Vogum og Páll Erland, forstjóri HS Veitna, ætla að ræða nánustu framtíð á Reykjanesskaganum og viðbrögð við þeirri stöðu sem upp er kominn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ræðir sama mál með augum stjórnvalda og þær aðgerðir sem hann telur líklegastar á næstunni.

Í lok þáttar mætir svo Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Slitnað hefur upp úr kjarasamningum - hvað þá?

Sprengisandur er á dagskrá milli klukkan 10 og 12. Sjá má þáttinn í spilaranum hér að neðan og heyra á Bylgjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×