Innherji

Ardian kaupir meðal annars Ver­ne gagnaverið á Ís­landi í risa­við­skiptum

Hörður Ægisson skrifar
Verne Global rekur meðal annars gagnaverið á Íslandi, sem er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ, eftir að hafa keypt það um haustið 2021 fyrir meira en 40 milljarða.
Verne Global rekur meðal annars gagnaverið á Íslandi, sem er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ, eftir að hafa keypt það um haustið 2021 fyrir meira en 40 milljarða.

Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem eignaðist Mílu undir lok síðasta árs, hefur náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure (D9) um kaup á öllum eignarhlutum þess í gagnaverum undir hatti Verne Global, meðal annars starfsemina á Íslandi. Kaupverðið á öllu hlutafé Verne getur numið allt að 575 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 80 milljarða íslenskra króna, en aðeins tvö ár eru frá því að gagnaverið hér á landi komst í eigu D9 sem hefur glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu.


Tengdar fréttir

Eig­andi Ver­ne Global í kröppum dansi og sölu­ferli gagna­vera dregst á langinn

Hlutabréfaverð breska fjárfestingarfélagsins Digital 9 Infrastructure, sem rekur meðal annars Verne Global á Íslandi, hrundi um nærri 40 prósent þegar ljóst varð að það myndi ekki standa við áform um arðgreiðslu til hluthafa vegna lausafjárþurrðar og mikillar skuldsetningar og að söluferli á hlutum í gagnaverunum myndi tefjast. Nokkur óskuldbindandi tilboð hafa borist í Verne Global sem verðmeta gagnaver félagsins nálægt bókfærðu virði, eða samtals jafnvirði liðlega 90 milljarða króna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×