Erlent

Mike Pence hættur við for­seta­fram­boðið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mike Pence er hættur við.
Mike Pence er hættur við. Getty/Miller

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt.

Mike Pence var varaforseti í forsetatíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta en hefur undanfarið skotið föstum skotum á forsetann fyrrverandi. Hann hefur meðal annars sagt orð Trumps um kosningasvindl kolröng og þá gagnrýndi hann árásina á þinghúsið, 6. janúar 2021, harðlega.

Sjá einnig: Pence bar vitni í kosninga­máli Trump

NBC greinir frá því að Pence hafi tilkynnt í dag að hann hygðist hætta við framboðið. Erfiðlega hefur gengið að afla fylgis í rauðu ríkjum Bandaríkjanna, margir fylgi Trump enn og hafi ímugust á Pence fyrir að hafa staðfest niðurstöðu kosninganna árið 2020.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×