Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf. 
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað klukkan tólf.  Vísir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um mansalsmál hér á landi. 

Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að slík mál verði sífellt alvarlegri hér á landi. Þrjú fyrirtæki voru tilkynnt á síðasta ári til lögreglu þar sem grunur lék á mansali og viðbúið sé að málin verði mun fleiri í ár.

 Þá fjöllum við um deilu stúdenta og Háskólan Íslands um skráningargjöld í skólann og heyrum sjónarmið stúdenda og rektors.

Einnig verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra sem útilokar ekki að stytta af séra Friðriki Friðrikssyni í Lækjargötu verði fjarlægð í ljósi upplýsinga sem um hann birtast í nýrri bók.

Í íþróttapakka dagsins verður landsleikur Íslands og Danmerkur á Laugardalsvelli í kvöld fyrirferðarmestur en einnig verður fjallað um körfuboltaleiki sem fram fóru í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×