Innlent

Ók á 217 kíló­metra hraða og á von á ákæru

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Lögreglan biðlar til ökumanna um að fara varlega.
Lögreglan biðlar til ökumanna um að fara varlega. Vísir/Vilhelm

Lög­reglan á Suður­nesjum hafði af­skipti af öku­manni í nótt sem reyndist aka á 217 kíló­metra hraða þar sem há­marks­hraði er 90. Þetta kemur fram í til­kynningu frá lög­reglunni.

Þar segir að öku­maðurinn hafi verið færður á lög­reglu­stöð. Þar var hann sviptur öku­réttindum og segir lög­regla að hann megi eiga von á á­kæru vegna málsins.

Þá segir lög­regla að tugir öku­manna hafi verið stoppaðir á nætur­vaktinni. Lang­flestir þeirra hafi verið með allt sitt á hreinu, fram­vísað gildum öku­réttindum og verið alls­gáðir.

Fjórir öku­menn voru þó hand­teknir grunaðir um akstur undir á­hrifum á­fengis. Þá voru nokkrir stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Lög­regla biður öku­menn um að fara var­lega og taka til­lit til annarra í um­ferðinni. „Það að aka undir á­hrifum á­fengis, fíkni­efna eða langt um­fram há­marks­hraða er gríðar­lega hættu­legur „leikur“ fyrir alla sem eru í um­ferðinni, ekki bara þann sem er að brjóta reglurnar heldur alla veg­far­endur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×