Innlent

Lög­regla rann­sakar manns­lát á Land­spítalanum

Kristinn Haukur Guðnason skrifar
Andlátið varð fyrr í þessum mánuði.
Andlátið varð fyrr í þessum mánuði. Vísir/Vilhelm

Lögreglurannsókn er hafin á andláti á Landspítalanum fyrr í þessum mánuði. Andlátið var tilkynnt til embættis landlæknis og lögreglu samkvæmt reglum spítalans. 

„Það varð andlát vegna alvarlegs atviks. Lögum samkvæmt skal tilkynna það til embættis landlæknis eða lögreglu ef grunur er á að andlát hafi orðið vegna óhappatilviks eða mistaka. Það er í verklaginu okkar. Við veitum engar frekari upplýsingar um málið,“ segir Andri Ólafsson, samskiptafulltrúi Landspítalans.

Gunnar Rúnar Sveinbjörnsson, kynningarfulltrúi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málið sé kominn inn á borð lögreglu og að rannsókn sé hafin á því. RÚV greindi fyrst frá andlátinu í gær.

„Ekki er hægt að veita upplýsingar um að hverju rannsókn lögreglu beinist sérstaklega,“ segir Gunnar Rúnar.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×