Innlent

Norrænir ráðherrar og Trudeau mættir til Eyja

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Það virðist hafa farið vel á með leiðtogunum.
Það virðist hafa farið vel á með leiðtogunum. Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherrar allra Norðurlandannan auk Kanada komu til Vestmannaeyja í gærkvöldi en árlegur sumarfundur norrænu forsætisráðherranna fer þar fram í dag.

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada er sérstakur gestur fundarins að þessu sinni. 

Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi strax hist á fundi í Ráðhúsi Vestamannaeyja í gærkvöldi til þess að ræða stöðuna í Rússlandi í ljósi nýjustu vendinga þar.

Trudeau og Katrín leið til Eyja.Forsætisráðuneytið

Fyrr um kvöldið hafði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundað með Trudeau þar sem þau ræddu meðal annars um samstarf þjóðanna á sviði stjórnmála, menningar og viðskipta. Fleiri málefni voru til umræðu eins og málefni innflytjenda og flóttafólks, umhverfismál og græn orka, að því er segir í tilkynningunni.

Þar áður hafði Katrín einnig fundað sérstaklega með Petteri Orpo forsætisráðherra Finna sem tók við embætti á þriðjudaginn í síðustu viku og því er heimsóknin til Eyja sú fyrsta sem hann fer til erlends ríkis sem forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×