Erlent

Bana­slys í Iron­man keppninni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Evrópukeppnin í Ironman þríþrautinni fór fram í Hamborg í dag.
Evrópukeppnin í Ironman þríþrautinni fór fram í Hamborg í dag. Getty/Alexander Koerner

Einn lést og einn slasaðist alvarlega þegar reiðhjól keppanda og mótorhjól myndatökumanns skullu saman í Ironman Evrópukeppninni í Hamborg í Þýskalandi í dag.

Maðurinn sem lést ók mótorhjóli meðfram keppendum og myndaði þá fyrir útsendingu þýsku sjónvarpsstöðvarinnar ARD. Samkvæmt Reuters klessti hann á keppanda sem varð til þess að báðir köstuðust í jörðina.

Keppandinn, sem er 26 ára, var fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka en tökumaðurinn er sagður hafa látist á vettvangi, sjötugur að aldri. Lögreglan í Hamborg lokaði brautinni á meðan slökkvilið var að verki.


Tengdar fréttir

Telja að andlát hjólreiðamanns megi rekja til hjálmleysis

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að andlát sextíu og fimm ára gamals hjólreiðamanns megi líklega rekja til hjálmleysis. Maðurinn féll af reiðhjóli sínu í Breiðholti snemma morguns í janúar síðastliðnum og lést á sjúkrahúsi degi síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×