Innherji

Á­kvarð­an­ir síð­ust­u 12 ára juku sjóðs­streym­i Lands­virkj­un­ar um millj­arð dala

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að ákveðið hafi verið árið 2010 að stórnotendur myndu greiða hærra verð. Nú borgi þeir sanngjarnt verði. „Við teljum enga ástæðu til að þeir borgi lægra verð en í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði hann.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að ákveðið hafi verið árið 2010 að stórnotendur myndu greiða hærra verð. Nú borgi þeir sanngjarnt verði. „Við teljum enga ástæðu til að þeir borgi lægra verð en í þeim löndum sem við berum okkur saman við,“ sagði hann. Landsvirkjun

Ákvarðanir sem voru teknar í rekstri Landsvirkjunar fyrir meira en áratug, sem kölluðu á mikil „átök“ á þegar stórnotendur voru látnir greiða hærra raforkuverð, hefur haft afgerandi áhrif við að bæta afkomu og skuldastöðu félagsins og skilað því um einum milljarði Bandaríkjadala, jafnvirði um 145 milljarða króna, í auknu sjóðstreymi á tímabilinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tækifæri séu til þess að endursemja við stóra viðskiptavini á komandi árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×