Erlent

Þrír látnir í Tyrklandi eftir skjálfta gærdagsins

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hús sem þegar voru orðin verulega löskuð eftir fyrri skjálftana hrundu svo í gær. 
Hús sem þegar voru orðin verulega löskuð eftir fyrri skjálftana hrundu svo í gær.  Ugur Yildirim/DIA via AP

Björgunarsveitir í Tyrklandi leita nú aftur að fólki í rústum húsa eftir að tveir öflugir skjálftar riðu þar yfir í gær.

Fyrri skjálftinn var 6,4 stig að stærð og í kjölfar hans kom annar upp á 5,8 stig. Að minnsta kosti þrír eru látnir svo staðfest sé en skjálftarnir komu á sama svæði og stóru skjálftarnir á dögunum sem urðu 45 þúsund manns að bana hið minnsta. Byggingar sem höfðu staðið af sér fyrri skjálftana en laskast hrundu svo þegar skjálftar gærdagsins riðu yfir. 213 slösuðust í gær að sögn innanríkisráðherra Tyrklands.


Tengdar fréttir

Annar öflugur skjálfti á landa­mærum Tyrk­lands og Sýr­lands

Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 reið yfir á landamærum Tyrklands og Sýrlands fyrir skömmu. Aðeins tvær vikur eru frá því að skjálfti af stærðinni 7,8 skók svæðið með þeim afleiðingum að 47.000 hafa látist og gríðarlegur fjöldi mannvirkja jafnaðist við jörðu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×