Innlent

Opna allar sundlaugarnar á morgun en Árbæjarlaug á laugardag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir Laugardalslaugar geta að óbreyttu mætt klukkan 15 á morgun.
Gestir Laugardalslaugar geta að óbreyttu mætt klukkan 15 á morgun. Vísir/Vilhelm

Reykjavíkurborg stefnir á að opna sundlaugar í höfuðborginni klukkan 15 á morgun ef frá er talin Árbæjarlaug. Þar verða dyrnar opnaðar klukkan níu á laugardagsmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Vegna álags á hitaveitukerfi í kuldatíðinni hafa Veitur þurft að skerða framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu og voru laugarnar því lokaðar í dag.

„Samkvæmt upplýsingum frá Veitum tekur skerðingin enda á hádegi á morgun, föstudag. Í ljósi þess er stefnt að opnun sundlauga Reykjavíkurborgar kl. 15 á morgun en vert er að taka fram að útisundlaugar munu kannski ekki hafa náð fullum hita á þeim tíma. Heitir pottar ættu hins vegar að vera orðnir heitir.“

Ylströndin í Nauthólsvík verður opnuð klukkan 12 á hádegi á morgun eins og venjan er en Árbæjarlaug verður opnuð kl. 9 á laugardagsmorguninn, 21. janúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×