Innlent

Sóttu slasaðan einstakling við Skógafoss

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. Vísir/Vilhelm

Beiðni um útkall þyrlu Landhelgisgæslunnar barst á fimmta tímanum í dag vegna slasaðs einstaklings við Skógafoss.

Að sögn Ásgeirs Erlendssonar upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar var áhöfnin á æfingu við Langjökul þegar beiðnin barst.

Um var að ræða einstakling sem fallið hafði í hálku í stiga við Skógafoss og slasað sig.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti einstaklinginn og var lent við Landspítalann rétt fyrir klukkan sex í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×