Innlent

Ó­venju­mikill fjöldi í friðar­göngu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa
Mikill fjöldi fólks tók þátt í friðargöngunni í ár.
Mikill fjöldi fólks tók þátt í friðargöngunni í ár. Lögreglan/Vísir/Vilhelm

Friðargangan var gengin í Reykjavík, Ísafirði og á Akureyri í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjandi fagnar því að gengið hafi verið að nýju.

Stefán Pálsson, einn af skipuleggjendum friðargöngunnar, segir skiptar skoðanir um hvort jólin hafi yfir höfuð komið síðustu tvö ár. Hjá mörgum byrji jólin einmitt á Þorláksmessu, þegar friðargangan er gengin niður Laugaveginn. Aðspurður um fjöldann segir Stefán friðarmálin sérstaklega knýjandi, nú sem aldrei fyrr.

„[Fólk] hugsar um frið með þessar styrjaldir sem eru í gangi og öll þessi vopnuðu átök. Og að allir reyni að leggja sitt af mörkum. Ég held að þetta segi okkur það að fólk hefur trú á friðsamlegum lausnum. Það hafnar því að ofbeldi geti verið leiðin að friði og það er til í að gefa sér smá tíma, meira að segja þegar allir standa á alveg á haus við jólaundirbúning, til að ræða um alvarlegri málefni,“ segir Stefán.

Jólin eru kannski ekki síst hátíð friðar, er þetta merki um það?

„Við værum ekki búin að vera að gera þetta frá árinu 1980 ef þetta skipti ekki máli.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×