Innlent

Tveir fengu 131 milljón í jóla­gjöf

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Heppnin var ekki með Íslendingum í þetta skipti.
Heppnin var ekki með Íslendingum í þetta skipti. Vísir/Vilhelm

Tveir heppnir miðahafar hlutu 131 milljón hvor í Eurojackpot útdrætti kvöldsins. Annar miðanna var keyptur í Póllandi en hinn í Frakklandi.

Tveir miðahafar skiptu með sér þriðja vinningi og hlutu þeir tæpar 74 milljónir á mann. Miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá

Heppnin var ekki með Íslendingum í þetta skipti og enginn var með allar tölur réttar í Jókernum. Einn var með annan vinning og fær fyrir það hundrað þúsund krónur. Miðinn var keyptur á lotto.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×