Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í París

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Árásin átti sér stað í miðborg Parísar.
Árásin átti sér stað í miðborg Parísar. Getty

Tveir eru látnir og fjórir særðir eftir skotárás í miðborg Parísar.

Samkvæmt Le Parisien hóf maður, sem er sagður um það bil 70 ára gamall, að skjóta á hóp fólks við menningarmiðstöð Kúrda á rue d'Enghien í 10. hverfi borgarinnar.

AFP hefur eftir vitni að maðurinn hafi hleypt af sjö eða átta skotum og valdið miklum glundroða. 

Lögregla er sögð hafa handtekið manninn og lagt hald á skotvopnið. Hann er sagður franskur ríkisborgari og fyrrverandi lestarstjóri.

Lögregluyfirvöld í París tístu að aðgerðir stæðu yfir á svæðinu og biðluðu til fólks um að halda sig fjarri. Svæðið þar sem árásin átti sér stað er sagt nærri mörgum fjölförnum verslunargötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×