Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar hefjast klukkan 12.

Breytingar á lögreglulögum, ný matvælastefna, mikill fjöldi gæsluvarðhaldsfanga og breytingar á Eurovision verða meðal umfjöllunarefna í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Frumvarp dómsmálaráðherra um breytingu á lögreglulögum sem felur meðal annars í sér heimildir til forvirkra rannsókna og vopnaburð lögreglu var samþykkt af ríkisstjórn í morgun. Ráðherranna telur raunhæft að frumvarpið verði að lögum fljótlega eftir áramótin.

Matvælaráðherra segir nauðsynlegt að efla hringrásarhagkerfið á Íslandi þannig að matarúrgangur verði nýttur betur. Það er eitt af lykilatriðum nýrrar matvælastefnu sem var kynnt í morgun og stefnt er að því að leggja fyrir Alþingi í vor.

Sextíu og tveir sæta nú gæsluvarðhaldi en fjöldinn er að jafnaði tuttugu. Fangelsismálastjóri segir að fjöldann megi rekja til stórra mála sem komið hafa upp á síðustu vikum. Hann kallar eftir nýrri nálgun fangelsiskerfisins gagnvart ungmennum.

Breytingar standa fyrir dyrum á atkvæðagreiðslu í Eurovision. Til stendur að opna hana fyrir íbúum ríkja sem taka ekki þátt í keppninni.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×