Innlent

Sanna Marin til Íslands í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Sanna Marin hefur gegnt embætti forsætisráðherra Finnlands frá árinu 2019.
Sanna Marin hefur gegnt embætti forsætisráðherra Finnlands frá árinu 2019. EPA

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, er væntanleg í vinnuheimsókn til Íslands á þriðjudaginn í næstu viku.

Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra muni taka á móti Marin í Norræna húsinu klukka 11 á þriðjudag þar sem þær munu eiga tvíhliða fund.

„Klukkan 12:30 til 13:15 munu forsætisráðherrarnir halda í Þjóðminjasafnið þar sem þær munu eiga hádegisspjall um stórar áskoranir og tækifæri samtímans. Heimir Már Pétursson stýrir umræðum og er viðburðurinn á vegum forsætisráðuneytisins og Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.

Katrín heimsótti Marin til Finnlands í apríl síðastliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×