Samstarf

Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? Kynningarfundur í Ráðhúsi Reykjavíkur

Reykjavíkurborg
Borgarstjóri fer yfir uppbyggingu húsnæðis í borginni á kynningrfundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, föstudaginn 4. nóvember klukkan 9 til 11. 
Borgarstjóri fer yfir uppbyggingu húsnæðis í borginni á kynningrfundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, föstudaginn 4. nóvember klukkan 9 til 11.  Ragnar TH.

Kynningarfundur um uppbyggingu í húsnæðismálum í Reykjavík verður haldinn í Tjarnarsal ráðhússins á morgun, föstudag. Húsið opnar kl. 8.30 og hefst fundurinn kl. 9.

Í dag eru nærri 2.500 íbúðir í byggingu víðs vegar um borgina, auk fjölda íbúða sem hafa verið samþykktar eða eru í skipulagsferli. Fjöldi íbúða á þróunarsvæðum, í skipulagsferli, samþykktu deiliskipulagi og íbúðir í byggingu eru rúmlega 26 þúsund. Til samanburðar er fjöldi íbúða í borginni um 58 þúsund.

Aldrei hafa fleiri nýjar íbúðir komið inn á húsnæðismarkað í Reykjavík eins og síðustu ár. Reykjavíkurborg stefnir á að bæta í þennan fjölda og á árvissum kynningarfundi á föstudag fer borgarstjóri yfir þessa miklu uppbyggingu.

Dagskrá fundarins má sjá hér

Tjarnarsalur og streymi






Fleiri fréttir

Sjá meira


×