Innlent

Nýr fram­kvæmda­stjóri borgar­stjórnar­flokks Sjálf­stæðis­flokksins

Bjarki Sigurðsson skrifar
Maríjon Ósk Nóadóttir er nýr framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Maríjon Ósk Nóadóttir er nýr framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.

Maríjon Ósk Nóadóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri borgarstjórnarhóps Sjálfstæðisflokksins. Maríjon hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem lögfræðingur upp á síðkastið.

Maríjon er með meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands. Áður en hún hóf störf fyrir flokkinn sinnti hún fjölmiðla- og lögfræðiráðgjöf hjá almannatengslafyrirtækinu Kvis. Maríjon hefur einnig starfað sem lögfræðingur hjá Fjarskiptastofu og sem fulltrúi hjá Nordik lögfræðiþjónustu.

Maríjon sat í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna á árunum 2009 til 2011 og var verkefnastjóri hjá flokknum í borgarstjórnarkosningunum árið 2010.

„Það eru forréttindi að fá að vinna við áhugamál sitt og láta gott af sér leiða á meðan, fyrir borgarbúa og alla þá einstaklinga sem borgina sækja. Reykjavík á mikið inni og það á borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins einnig. Ég kem til með að gera mitt besta til að halda utan um góðan hóp og einnig það öfluga starf sem hann vinnur,“ er haft eftir Maríjon í tilkynningu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×