Innlent

Veita frest að beiðni Banka­sýslunnar

Árni Sæberg skrifar
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi. Vísir/Vilhelm

Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að framlengja frest til að skila umsögnum um drög að skýrslu Ríkisendurskoðunar á sölu hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Ríkisendurskoðun sendi fjármála- og efnahagsráðuneyti, Bankasýslu ríkisins og stjórn hennar drög að skýrslu embættisins um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka til umsagnar síðastliðinn fimmtudag.

Þá var veittur frestur til 19. þessa mánaðar en Ríkisendurskoðun hefur nú ákveðið að veita frest til 25. þessa mánaðar. Það var gert að beiðni Bankasýslunnar, að því er segir í tilkynningu á vef Ríkisendurskoðunar.

Margir hafa beðið skýrslunnar í ofvæni en nú er ljóst að hún frestast enn. Upphaflega stóð til að skýrslan liti dagsins ljós í lok júní. Í upphafi ágúst síðastliðins var haft eftir ríkisendurskoðanda að hún yrði tilbúin til þinglegrar meðferðar í þeim mánuði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×