Innlent

Leit að stúlku í Vestur­bæ

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Leitarhundar hafa verið til taks á svæðinu.
Leitarhundar hafa verið til taks á svæðinu. Vísir/Viktor

Fjölmargir björgunarsveitarmenn hafa í samstarfi við lögreglu leitað að unglingsstúlku í Vesturbæ frá því klukkan ellefu í kvöld. 

Töluverður viðbúnaður hefur verið á svæðinu og lögregla hefur notað dróna við leitina. Björgunarsveitarmenn hafa verið með leitarhunda og vasaljós.

Lögreglan segir í samtali við fréttastofu að verið sé draga úr leitinni vegna nýrra upplýsinga en málið tengist ekki saknæmri háttsemi.

Uppfært 9:55:

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ákveðið að afturkalla leitina í gærkvöldi en það var mat lögreglu að ekki þyrfti að halda leitinni áfram. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×