Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins sagði af sér í morgun með vísan til átaka innan hreyfingarinnar. Ný valdablokk hefur fagnað afsögn Drífu og allt stefnir í að formenn VR, Eflingar og SGS reyni að koma róttækum breytingum til leiðar í haust. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Við kíkjum einnig á gosstöðvar en fjöldi fólks lagði leið sína þangað í dag eftir þriggja daga lokun. Ekki voru allir ferðamenn sem fréttastofa ræddi við meðvitaðir um að börn undir tólf ára aldri megi ekki vera á svæðinu.

Það styttist í að hraun renni úr Meradölum – við ræðum við sérfræðing í beinni sem telur styttast í að hraun nálgist Suðurstrandaveg.

Þá kíkjum við í Garðabæinn þar sem íbúar kvarta sáran undan ágangi máva. Fuglarnir eru sagðir trufla svefnfrið og jafnvel ráðast á fólk – auk þess sem við kynnum okkur þjálfun smalahunda.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×