Innlent

Ó­sáttur við spila­kassa sem átti að hafa haft af honum tals­verða fjár­muni

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til á veitingastað í miðbæ Reykjavíkur í nótt vegna viðskiptavinar sem hótaði starfsfólki og neitaði að yfirgefa veitingastaðinn. 

Þegar komið var á vettvang taldi lögregla nokkuð ljóst að viðkomandi hafði innbyrt talsvert magn af áfengi og var sérlega ósáttur við spilakassa sem átti að hafa haft af honum talsverða fjármuni. Var honum vísað út af veitingastaðnum af lögreglu.

Bifreið var stöðvuð eftir hraðamælingu og mældist viðkomandi á 170 kílómetrum á klukkustund á svæði þar sem hámarkshraðinn var 80 en ökumaður taldi sig keyra á 130. Ökumaður viðurkenndi að hafa neytt kannabis fyrr um kvöldið og var í kjölfarið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þar mun hann afenda ökuskírteini og vera sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.

Lögreglu barst tilkynning um háværa tónlist utandyra í austurbænum, fór hún á vettvang og gerði aðilunum sem spiluðu tónlistina grein fyrir að slíkt væri ekki í boði um miðja nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×