Innlent

Kynna nýjan meirihluta í Elliðaárdal í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson þegar viðræður flokka þeirra og Viðreisnar hófust fyrir að verða tveimur vikum.
Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Dagur B. Eggertsson þegar viðræður flokka þeirra og Viðreisnar hófust fyrir að verða tveimur vikum. Vísir/Ragnar

Oddvitar Framsóknarflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan meirihluta við stöðvarstjórahúsið í Elliðaárdal í dag.

Í tilkynningu sem Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar, sendi fjölmiðlum í morgun kemur fram að málefnasamningur flokkanna verði einnig kynntur á fundinum sem hefst klukkan 15:00.

Áður hafði komið fram að boðað hefur verið til funda í fulltrúaráði Samfylkingarfélaganna í Reykjavík og hjá Viðreisn til að kynna málefnasamnig flokkanna í kvöld.

Meirihlutaviðræður flokkanna fjögurra hafa staðið yfir undanfarna daga. Saman hafa flokkarnir þrettán borgarfulltrúa af tuttugu og þremur í borgarstjórn.

Fréttamaður okkar verður á staðnum og verður blaðamannafundurinn í beinni útsendingu á Vísi og Stöð2Vísi klukkan þrjú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×