Innlent

Jarðskjálfti 4,8 að stærð á suðvesturhorninu

Samúel Karl Ólason skrifar
Upptök skjálftans voru skammt norðaustur af Þrengslum.
Upptök skjálftans voru skammt norðaustur af Þrengslum. Vísir/Vilhelm

Stór jarðskjálfti fannst greinilega á suðvesturhorninu rétt í þessu. Fyrstu viðbrögð Veðurstofunnar eru að hann hafi verið „nokkuð stór“ og fundist víða.

Sérfræðingur Veðurstofu Íslands svaraði nýjustu fyrirspurn Vísis á þá leið að ekki hefði enn verið hægt að fara yfir skjálftann vegna símtala frá fjölmiðlum.

Samkvæmt upplýsingum af vef Veðurstofunnar var hann 4,8 stig að stærð og voru upptök hans skammt norðaustur af Þrengslum. Fyrstu tölur sögðu hann hafa verið 4,5 stig og upptök suðaustur af Þrengslum, svo var það uppfært í 4,7 en lokatölur eru 4,8 stig.

Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst á svæðinu í kjölfarið og má búast við að skjálftavirkni haldi áfram.

Lesendur Vísis segja hann hafa fundist allt austur að Eyjafjöllum og norður í Skorradal. Hann fannst mjög vel á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur skjálftavirkni hefur verið á suðvesturhorni landsins undanfarið en þó nokkuð fjarri þeim stað þar sem skjálftinn í dag mældist, miðað við fyrstu mælingar. Fimm skjálftar yfir þrír að stærð mældust við Reykjanestá í nótt.

Fréttin hefur verið uppfærð eftir að Veðurstofan staðfesti að skjálftinn hafi verið 4,8 að stærð. Það eru lokatölur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.