Skoðun

Þú ert frábær, mögnuð, yndisleg og gullfalleg manneskja!

Kristján Hafþórsson skrifar

Mig langaði til þess að minna þig á hversu frábær, mögnuð, yndisleg og gullfalleg manneskja þú ert! Þú verður að átta þig á því. Við verðum að muna að hrósa okkur sjálfum og gera okkur grein fyrir því hvað við erum mögnuð. Við skulum líka muna að hrósa öðrum og brosa til fólks. Það getur gert svo mikið. Við erum nefnilega öll mögnuð og erum við öll algjör hæfileikabúnt. Við þurfum bara að átta okkur á því.

Munum að taka engu sem sjálfsögðu. Lífið er alls ekki alltaf dans á rósum og getur það verið jafn grimmt og það er gullfallegt. Verum góð við hvort annað, sýnum umburðarlyndi, setjum okkur í spor annarra, hrósum og reynum að hugsa í lausnum en ekki vandamálum.

Munum að tala saman! Það er svo mikilvægt að tala saman. Ef okkur líður illa, tölum við manneskjur sem við treystum. Það er ekkert sem er ekki hægt að tala um. Það er alltaf von og það er alltaf ljós í myrkrinu.

Það er OK að vera ekki OK.

Lífið er núna!

Ást og friður.




Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×