Neytendur

Innkalla salat vegna glerbrots

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Salatið sem um ræðir.
Salatið sem um ræðir.

Garðyrkjustöðin Ösp hefur ákveðið að innkalla íslenskt batavía salat sem dreift er af Hollt og gott ehf. eftir að glerbrot fannst í vörunni. Ákvörðunin var tekin í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands.

Um er að ræða salat í pottum og á innköllunin við um vöru sem sett var á markað eftir 21. febrúar. Strikanúmer vörunnar eru 5690628007748 eða 6690628001494 en hún var til sölu í Bónus, Krónunni, Hagkaup, Melabúðinni og Kaupfélagi Skagfirðinga.

Neytendum er bent á að neyta ekki vörunnar heldur skila henni í næstu verslun eða hafa samband við Hollt og gott ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×