Innlent

Aðal­steinn settur for­stjóri Þjóð­skrár

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðalsteinn Þorsteinsson hefur gegnt stöðu forstjóra Byggðastofnunar síðustu ár.
Aðalsteinn Þorsteinsson hefur gegnt stöðu forstjóra Byggðastofnunar síðustu ár. Byggðastofnun

Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands til næstu sex mánaða.

Aðalsteinn hefur störf þann 1. febrúar næstkomandi og leysir af Margréti Hauksdóttur, núverandi forstjóra Þjóðskrár, sem er á leið í sex mánaða námsleyfi.

Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, leysir Aðalstein af hjá Byggðastofnun og verður því forstjóri stofnunarinnar næstu sex mánuði.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarráði Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×