Innherji

Ás­dís hættir hjá SA og vill verða bæjar­stjóri

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar.
Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Vísir

Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hyggst gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar og verða þar af leiðandi bæjarstjóraefni flokksins. Þetta herma öruggar heimildir Innherja.

Einn annar hefur þegar tilkynnt um framboð til oddvitans en sú heitir Karen Elísabet Halldórsdóttir og er sitjandi bæjarfulltrúi, en framboðsfrestur rennur út þann 4.febrúar . Prófkjör Sjálfstæðismanna í Kópavogi fer svo fram þann 12. mars.

Ásdís hefur síðustu átta ár starfað hjá SA, fyrst sem forstöðumaður efnahagssviðs áður en hún tók við sem aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×