Neytendur

Þrista­músin fræga inn­kölluð

Árni Sæberg skrifar
Þeir sem þjást af eggjaofnæmi skulu hugsa sig tvisvar um áður en þeir borða þristamús.
Þeir sem þjást af eggjaofnæmi skulu hugsa sig tvisvar um áður en þeir borða þristamús. Aðsend

Salathúsið ehf., framleiðandi þristamúsarinnar, sem kennd hefur verið við Simma Vill, hefur ákveðið að innkalla vöruna. Það er vegna vanmerkts ofnæmis- og óþolsvalds en varan inniheldur gerlisneyddar eggjarauður.

Í tilkynningu fyrirtækisins segir að dreifing vörunnar hafi verið stöðvuð og að í samræmi við innra eftirlit fyrirtækisins sé unnið að innköllun vörunnar.

Neytendur sem keypt hafa umrædda vöru með síðasta neysludegi fyrir 21. janúar, 2022 eru beðnir um að skila henni í viðkomandi verslun eða beint til Salathússins, Sundagörðum 10, 104 Reykjavík.

Innköllunin á eingöngu við um þristamús með síðasta neysludegi fyrir 21.1.2022.

Fyrir þá sem ekki hafa ofnæmi fyrir eggjum er varan örugg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×