Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður
Edda Guðrún Andrésdóttir fréttaþulur fréttamaður vísir

Kona sem sagði sögu látinnar vinkonu sinnar varðandi kynferðislega áreitni af hálfu lögmanns um aldamótin krefst réttlætis. Málið hafi hvílt þungt á henni í tuttugu ár. Fyrrverandi vinnuveitandi lögmannsins segir óvíst hvort rétt hafi verið brugðist við málinu á sínum tíma og ætlar að skoða hvort fleiri sambærileg mál hafi komið upp. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í kvöldfréttum verður einnig farið yfir möguleikann á svokölluðum kórónupassa sem veitir aðgang að veitingahúsum og fleiri stöðum. Sóttvarnalæknir segir það koma til greina eftir örvunarskammta og samgönguráðherra telur að það gæti reynst vel.

Einnig kynnum við okkur stöðu á nýrri Covid-deild sem rætt var um fyrir kosningar. Ekkert bólar á henni en Landspítalinn sendi heilbrigðisráðuneytinu drög að útfærslu rýmisins fyrir þremur mánuðum.

Einnig kynnum við okkur nýsköpun sem tengist tungumálinu okkar á degi íslenskrar tungu, verðum í beinni útsendingu frá Strætó, þar sem nýtt greiðslukerfi var tekið notkun í dag og skoðum útilistaverk – sem máluð eru á grjót í Reykjanesbæ.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×