Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður rætt við sóttvarnalækni um stöðuna á faraldrinum og þá heyrum við í Ragnheiði Ósk Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en bólusetningaherferð er nú hafin í Laugardalshöll.

Þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Ragnheiður binda bæði miklar vonir við að þriðja sprautan muni duga vel til að kveða kórónuveirufaraldurinn í kútinn. 

Þá fjöllum við um málefni leikskólans Sælukots sem styr hefur staðið um en í gær sendu fyrrverandi starfsmenn og foreldrar barna sem þar hafa dvalið frá sér harðorða ályktun.

Einnig ræðum við við Oddný Harðardóttur sem sæti á í Þjóðaröryggisráði um söluna á Mílu en hún segist hafa áhyggjur af því að þingið fái ekki nægan tíma til að fjalla um söluna á Mílu vegna þess að undirbúningskjörbréfanefnd hefur enn ekki lokið störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×