Erlent

Einn látinn eftir skotárás í Stokkhólmi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lögregla rannsakar nú málið.
Lögregla rannsakar nú málið. EPA/Montgomery

Einn er látinn og annar særður eftir skotárás í Stokkhólmi í Svíþjóð. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Mennirnir voru bræður en skotið var á bíl þeirra er þeir voru staddir í Kälvesta, úthverfi í Hässelby-Vällingby í Stokkhólmi, í gærkvöldi. Lögreglan fékk fjölmargar tilkynningar um skothvelli. Þegar hún mætti á vettvang fann hún bræðurna í blóði sínu.

Þeir voru báðir fluttir á sjúkrahús en annar lést af sárum sínum skömmu síðar. Sá látni var á þrítugsaldri en sá slasaði er talinn vera yngri. Hann er alvarlega slasaður, að sögn Expressen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×