Innlent

Einn á slysa­deild eftir á­rekstur í Garða­bæ

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/Kolbeinn Tumi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu flutti einn til skoðunar á slysadeild Landspítala eftir bílslys á Arnarneshæð í Garðabæ.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. 

Um var að ræða tveggja bíla árekstur en slökkviliðið hefur ekki frekari upplýsingar um hvernig hann bar að. Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang en að endingu var aðeins þörf á að flytja einn einstakling á slysadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×