Innlent

Tuttugu og fimm smit greindust á Akureyri í gær

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri.
Hátt í fimm hundruð manns eru í sóttkví á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Alls eru fimmtíu manns í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Tuttugu og fimm bættust í hóp smitaðra í bæjarfélaginu eftir skimun gærdagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra þar sem segir að alls hafi 26 smit greinst í umdæmi lögreglunnar í gær, þar af 25 á Akureyri.

Alls eru 54 með Covid-19 í umdæmi lögreglunnar, þar af 32 börn en smitin eru að einhverju leyti rakin til grunnskóla og íþróttaæfinga á Akureyri.

Rúmlega fimm hundruð manns í sóttkví í umdæmi lögreglunnar, þar af 497 á Akureyri.

Lögreglan hvetur forráðamenn íþrótta- og æskulýðsfélaga að slá æfingum og viðburðum á frest hjá unga fólkinu á meðan þetta gengur yfir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×