Neytendur

Innkalla hnetusmjör vegna of mikils magns myglueiturs

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vörurnar sem um ræðir.
Vörurnar sem um ræðir.

Matvælastofnun varar við neyslu hnetusmjörs frá ECO HealthyCo vegna myglueitursins aflatoxíns, sem greindist yfir mörkum. Umræddar vörur eru Peanut Butter Crunchy og Peanut Butter Creamy. 

Innflutningsfyrirtækið Rolf Johansen & Copmany ehf. hefur innkallað vöruna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur en hún var seld í verslunum Hagkaupa, á Heimkaup.is og í Extra24 í Keflavík og á Akureyri.

Lotunúmer Crunchy hnetusmjörsins er L1183 og strikamerkið 7350021421869 en lotunúmer Creamy hnetusmjörsins er L1020 og strikamerkið 735002141852.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Matvælastofnunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×