Innlent

Bein út­sending: Talningar­fólk vinnur af kappi í Laugar­dals­höll

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Laugardalshöll klukkan 02:30 í nótt.
Frá Laugardalshöll klukkan 02:30 í nótt.

Starfsfólk í kjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norður og suður stendur vaktina í Laugardalshöll langt fram eftir nóttu. Talið er í öllum kjördæmum fram á nótt en í Laugardalshöll er beint streymi.

Þannig geta áhugasamir fylgst með vinnu fólks í Laugardalshöll. Þar er hægt að rýna í búnkana og leggja mat á það hvaða atkvæði séu mögulega á leiðini.

Hlutur utan kjörfundaratkvæða hefur aldrei verið meiri og í þessum Alþingiskosningum. Þau eru talin síðustu sem gerir að verkum að formenn kjörstjórna reikna með því að síðustu tölur liggi ekki fyrir fyrr en líða tekur á morguninn.

Beint streymi Reykjavíkurborgar úr Laugardalshöll má sjá að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×