Innlent

Hol­skefla út­kalla um miðjan dag en nóttin ró­leg

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Már Bjarnason er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Davíð Már Bjarnason er upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Vísir/Vilhelm

Engin útköll bárust björgunarsveitum í gærkvöldi eða í nótt eftir holskeflu útkalla um miðjan dag í gær. Mikið óveður gekk yfir landið en var að mestu gengið yfir í gærkvöldi.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi.

„Það var töluvert af útköllum frá klukkan eitt í gær til fjögur, hálf fimm. Þá kom holskefla af útköllum, sérstaklega á Suðurlandi, mjög stóru svæði á Suðurlandi.

Það bárust fjöldi tilkynninga um fok á ýmsu – lausamunum, trampólínum, garðhúsgögnum. Það voru líka einhverjir stórir bílar, ferðabílar, sem fóru á hliðina. Þetta kom skarpt upp úr eitt, en gekk svo hratt yfir. Þetta var því mestmegnis búið um klukkan 16,“ segir Davíð Már. 

Hann segir að engar upplýsingar hafi borist um slys á fólki – hvorki björgunarsveitarfólki né öðrum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×