Innlent

Nýjasta stjarna miðbæjarins vill vatn en fúlsar við nammi

Snorri Másson skrifar
Klaki er vinsælasti hundurinn á Laugavegi.
Klaki er vinsælasti hundurinn á Laugavegi. Stöð 2/Egill

Nýjasta stjarna miðbæjarins, hundurinn Klaki, leikur listir sínar fyrir vegfarendur á nánast hverjum degi á horni Laugavegs og Klapparstígs. Það þarf ekki meira til að koma honum af stað en nokkrar sprautur af vatni. Eigandinn skilur ekki af hverju.

„Við erum eiginlega nýbúin að fá hann og hittum fyrrum eiganda hans í gær og hann sagði okkur einmitt að hann hefði verið með vatn að leika við hann,“ segir María Kristensen, eigandi Klaka. 

María starfar á Bravó og segir lítið mál að taka Klaka með í vinnuna. Það er enda ekki flóknara að hafa ofan af fyrir hundinum en svo að það nægir að skjótast bara með hann út á stétt og gefa honum smá vatn.

Fréttastofa spjallaði aðeins við Klaka og talsmenn hans á umráðasvæði hudnsins í miðbæ Reykjavíkur: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×