Erlent

Sautján sjúklingar létust þegar flæddi inn á sjúkrahús

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hermenn og slökkviliðsmenn hafa aðstoðað fólk við að komast á brott vegna flóðanna.
Hermenn og slökkviliðsmenn hafa aðstoðað fólk við að komast á brott vegna flóðanna. epa/David Martinez Pelcastre

Að minnsta kosti sautján sjúklingar létust þegar á flæddi inn í spítala í Hidalgo-héraði í Mexíkó í nótt. Áin sem rann í nágrenni sjúkrahússins flæddi yfir bakka sína og það leiddi til rafmagnsleysis á spítalanum.

Fólkið sem lést var flest á öndunarvélum vegna kórónuveirunnar. 

Björgunarfólki tókst að bjarga 40 öðrum sjúklingum spítalans undan vatnselgnum. 

Á sama tíma sökk bátur á ánni sem var að flytja héraðsstjóra Hidalgo, sem komst þó lífs af úr þeim hildarleik. 

Flóðin í miðhluta Mexíkó hafa bitnað á um 30 þúsund manns og er fólki sem býr á láglendi ráðlagt að færa sig á öruggari staði ef þess er nokkur kostur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×