Innlent

Nærstaddir komu konu sem féll í klettum við Stuðlagil til bjargar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Loftmynd af Stuðlagili.
Loftmynd af Stuðlagili. Vísir/Vilhelm

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum á Austurlandi eftir að tilkynning barst um að kona hefði fallið í klettum við Stuðlagil. Nærstaddir gátu komu konunni til bjargar á meðan beðið var eftir aðstoð.

Mbl.is greindi fyrst frá slysinu.

Tilkynning um slysið barst um klukkan hálf þrjú að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Sem áður segir hljóðaði tilkynningin svo að konan hefði fallið í klettum við Stuðlagil en að sögn Davíðs er fjarskiptasamband við Stuðlagil stopult og gekk því illa að fá nákvæmar upplýsingar um slysið.

Fjölmennt lið var því kallað út en þegar björgunarsveitir mættu á svæðið höfðu nærstaddir ferðalangar komið konunni til bjargar. Björgunarsveitarmenn hlúðu að konunni sem var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×