Innlent

Maðurinn er kominn í leitirnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Lögreglustöðin Hverfisgötu
Lögreglustöðin Hverfisgötu Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sigurði Nökkva Aðalsteinssyni, 24 ára. Hann er 182 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með ljóst, stutt hár.

Sigurður Nökkvi er klæddur í ljósbrúna hettupeysu, gráa peysu undir hettupeysunni, rauðar jogging-buxur, dökkbrúna boots-skó og með græna húfu. Hann er með mikið húðflúr á öðrum handleggnum.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Sigurðar Nökkva, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.

Uppfært klukkan 09:41

Sigurður Nökkvi er kominn í leitirnar. Lögregla þakkar fyrir veitta aðstoð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×