Innlent

Fjórir laumu­far­þegar fluttir í sótt­varna­hús

Eiður Þór Árnason skrifar
Álver RioTinto í Straumsvík. 
Álver RioTinto í Straumsvík.  Vísir/vilhelm

Fjórir laumufarþegar voru um borð í skipi sem kom til hafnar í Straumsvík þann 8. júlí síðastliðinn. Mennirnir dvelja nú í sóttvarnarhúsi en talið er að þeir hafi komið um borð í skipið í Senegal um mánaðamótin maí/júní.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem segir að laumufarþegarnir uppfylli ekki skilyrði um komu til landsins og hafi engin gögn á sér sem geti staðfest uppruna þeirra. Vinnur lögregla nú að því að staðfesta þjóðerni þeirra.

Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×