Veiði

Rólegur stígandi í göngum

Karl Lúðvíksson skrifar
Laxatorfa

Þetta laxveiðitímabil hefur farið frekar rólega af stað en von veiðimanna er að ástæðan sé þetta kalda vor sem ætlaði aldrei að enda.

Júní var líklega einn sá rólegasti í laxveiði síðan 2014 en það ár vilja veiðimenn líklega aldrei þurfa að upplifa aftur. Stóri júlí straumurinn sem er núna 12-13. júlí ætti að að skila inn góðum göngum eða það vona veiðimenn í það minnsta en ef smálaxinn kemur ekki í árnar næstu daga er alveg deginum ljósara að þetta sumar verður ekki gott.

Það hefur aðeins lifnað yfir göngum og það hefur skilað ágætum dögum í nokkrum ám eins og Hítará og Laxá í Kjós en miðað við að nú er besti tíminn í ánum þá er þetta heilt yfir ansi rólegt. Mun minna af tveggja ára laxi er að veiðast en vonir stóðu til og eins og venjulega er engin ein líkleg skýring. Það er vel fylgst með Eystri Rangá en þar var met sumar í fyrra og mikið af eins árs laxi og þá binda menn vonir um að tveggja ára laxinn komi sterkur inn þar í sumar. 

Það eina sem við getum gert er að bíða og vona að eins árs laxinn komi inn næstu daga og geri veiðina í sumar viðunandi, við erum ekki endilega að biðja um neitt met en alla vega þannig að það sé eitthvað líf í ánum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.