Innlent

Umfangsmikil leit að manni á gosstöðvunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá gosstöðvunum á Reykjanesi. Fólkið á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki.
Frá gosstöðvunum á Reykjanesi. Fólkið á myndinni tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarfólk af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu leitar nú að karlmanni á gosstöðvunum á Reykjanesi. Leitar- og sporhundar frá höfuðborgarsvæðinu hafa einnig verið sendir til að aðstoða við leitina.

Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til leitarinnar, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg.

Karlmaðurinn sem leitað er að varð viðskila við konu sína um miðjan dag. Þegar hraðleit á svæðinu skilaði ekki árangri var viðbragð björgunarsveita aukið.

Samkvæmt upplýsingum Landsbjargar er maðurinn erlendur en ekki liggur fyrir hvort að hann sé búsettur hér á landi eða ferðamaður.

Lélegt skyggni er nú á gosstöðvunum og leiðinlegt veður.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×