Laxinn klárlega mættur í Kjósina Karl Lúðvíksson skrifar 17. maí 2021 08:47 Fyrstu laxarnir eru mættir í Laxá í Kjós Laxá í Kjós er líklega sú á sem staðfestir fyrst af þeim öllum að laxinn sé byrjaður að ganga en hann er yfirleitt mættur um miðjan maí í ánna. Við sögðum að vísu frá því um daginn að líklega hefði fyrsti lax sumarsins veiðst í Kjósinni en menn voru ekki alveg sammála um það hvort um niðurgöngulax væri að ræða eða hvort hann væri nýr og þar af leiðandi ekki alveg full samstaða um að laxinn væri mættur. Nú ber svo við að tveir leiðsögumenn við Laxá settu myndavél ofan í Lækjarbreiðu og þar mátti sjá nýgengin lax svo það er á hreinu að laxinn er mættur. Nú tekur við spennandi bið hjá veiðimönnum eftir því að fyrstu árnar opni en yfirleitt er grannt fylgst með opnunum í Blöndu og Norðurá varðandi að sjá hvernig fyrstu göngurnar eru. Þetta er búinn að vera ansi kaldur maí og stundum hefur því verið haldið á lofti að laxinn bíði aðeins eftir því að árnar hlýni svolítið áður en hann gengur upp. Laxveiðitímabilið hefst í byrjun júní og stendur yfir fram í lok október. Stangveiði Mest lesið Góð uppskrift að bleikju Veiði Nokkur aukning í brotum á veiðireglum í vinsælum ám Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Metopnun í Selá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði
Við sögðum að vísu frá því um daginn að líklega hefði fyrsti lax sumarsins veiðst í Kjósinni en menn voru ekki alveg sammála um það hvort um niðurgöngulax væri að ræða eða hvort hann væri nýr og þar af leiðandi ekki alveg full samstaða um að laxinn væri mættur. Nú ber svo við að tveir leiðsögumenn við Laxá settu myndavél ofan í Lækjarbreiðu og þar mátti sjá nýgengin lax svo það er á hreinu að laxinn er mættur. Nú tekur við spennandi bið hjá veiðimönnum eftir því að fyrstu árnar opni en yfirleitt er grannt fylgst með opnunum í Blöndu og Norðurá varðandi að sjá hvernig fyrstu göngurnar eru. Þetta er búinn að vera ansi kaldur maí og stundum hefur því verið haldið á lofti að laxinn bíði aðeins eftir því að árnar hlýni svolítið áður en hann gengur upp. Laxveiðitímabilið hefst í byrjun júní og stendur yfir fram í lok október.
Stangveiði Mest lesið Góð uppskrift að bleikju Veiði Nokkur aukning í brotum á veiðireglum í vinsælum ám Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Skrínan - Hægt að skrá alla veiði rafrænt Veiði Þrjár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fluga dagsins: Skæð laxafluga Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Metopnun í Selá Veiði Annað tölublað af Veiðislóð komið út Veiði