Innlent

Flutt slösuð frá gos­stöðvunum í gær­kvöldi

Atli Ísleifsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa
jörgunarsveitarmenn sóttu hana og komu henni í sjúkrabíl.
jörgunarsveitarmenn sóttu hana og komu henni í sjúkrabíl. Vísir/Vilhelm

Kona var flutt frá gosstöðvunum í Geldingadölum á Reykjanesskaga í gærkvöldi en óttast var að hún hefði fótbrotnað.

Frá þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum. Björgunarsveitarmenn sóttu hana og komu henni í sjúkrabíl, en aðgerðin tók um tvær klukkustundir.

Þá greinir RÚV frá því að karlmaður hafi einnig verið fluttur á sjúkrahús af svæðinu í gærkvöldi.

Hann hafi fundið til veikinda við upphaf göngunnar og var hann einnig fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.


Tengdar fréttir

Hættusvæðið í kringum gosið stækkað

Allt að fimmtán sentimetra hraunmolar hafa skotist upp úr öflugasta gígnum í Geldingadölum eftir að gosvirknin breyttist. Hættusvæðið verður því stækkað.

Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir

Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×