Innlent

Í­búar í Vogum hvattir til að loka gluggum vegna mengunar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gasmökkurinn sést greinilega frá Ægissíðunni í Vesturbæ Reykjavíkur.
Gasmökkurinn sést greinilega frá Ægissíðunni í Vesturbæ Reykjavíkur. Vísir/Sigurður Stefán

Íbúar í Vogum eru hvattir til að loka gluggum og kynda húsin sín vegna gasmengunar frá eldgosinu í Geldingadölum sem liggur nú yfir byggðinni.

Brennisteinsmengunin mælist um 217,8 µg/m³ en gasið berst úr suðri vegna suðaustanáttar. Fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu að vindinn fari að lægja um miðnætti og verði breytileg átt í fyrramálið.

Gosmökkurinn frá Geldingadölum.Aðsend/Bjarni Þór

Fréttastofu hafa borist símtöl um að þykkan gosmökk megi sjá yfir Vogum.

Finna má upplýsingar um loftgæði á svæðinu hér og brennisteinsmengunarspá Veðurstofunnar hér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×